9.2.2010 | 00:12
Dallas og kúkanúna-kaffi
Íslenskan er, eins og öll tungumál, rík af orðum. Að opna orðabók er eins og komast í ómetanlegan fjársjóð - en rétt eins og fjársjóðir verða engum til gagns ef þeir gleymast undir gömlu viðargólfi, mega orð ekki daga uppi í bókum.
Hún kom inn á mikilvægi slangurorðabókarinnar, sem gerð hefur verið aðgengileg sauðsvörtum almúganum" á Netinu á vefslóðinni slangur.snara.is, en þar segja höfundarnir Einar Björn Magnússon og Guðlaugur Jón Árnason:
Tilgangur þessarar vefsíðu er að safna slangurorðum og öðrum ósóma beint af skítugum vörum alþýðunnar, festa herlegheitin á prent og gefa svo út í veglegri, skínandi bók; orðabók pöpulsins. Í þeirri bók er engum úthýst. Þeim orðaleppum sem ekki samræmdust dresskódi Íslenskrar orðabókar verður þar tekið opnum örmum því Slangurorðabókin elskar alla jafnt og hatar alla jafnt.
Vér höfum nú þegar safnað einum 700 orðum í þennan stafræna mykjuhaug og nú er komið að ykkur, ómálga Íslands börn, að bæta í hann slangurorðum, slettum og nýyrðum.
Til skýringar má geta þess að Slangurorðabókin á Netinu er gagnvirkt safn slangurorða sem opið er almenningi. Öllum er frjálst að skrá slangurorð eða nýyrði sem þeir nota eða hafa heyrt. Einnig má setja athugasemdir eða skýringar við orð sem þegar er búið að skrá.
Á meðal orða sem voru nýskráð er þetta var skrifað voru hádó, sem stytting á hádegishléi, lobba, í merkingunni lopapeysa, Dallas í merkingunni Dalvík og kúkanúna-kaffi, í merkingunni sterkt kaffi sem hefur þau áhrif á meltinguna það reynist nauðsynlegt að fara á klósettið eftir að það er drukkið.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég taldi að kúka núna kaffi,væri tilkomið á dvalarheimili einu fyrir aldraða þar sem starfskonurnar höfðu fengið íslenskukennslu og rugluðu síðan saman kaffi kakó kaka og kúka..........................úr þessu varð viltu kaka núna kakó núna ?? og svo frv.
margrét sig (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.