5.2.2010 | 18:06
Síðustu tilnefningarnar
Síðustu tvær tilnefningarnar til rauðu hrafnsfjaðrarinnar eru ljóðið um nótt úr bókinni Komin til að vera eftir Ingunni Snædal.
besta ljóðiðskrifa ég með tungunnineðan við nafla þinn
Og Eiríkur Örn Norðdahl:
Fyrir utan brennandi Esjuna var eina tíran sem greina mátti í borginni loftljósið á skrifstofu forsætisráðherra þar sem Millý og Aimé lágu í ástarleikjum. Þau ultu um eftir teppinu, sleiktu og sugu, bitu og klipu, rifu fötin hvort utan af öðru og ýlfruðu af stjórnlausri frygð. Aimé sleit af henni nærbuxurnar með tveimur fingrum og Millý klóraði hann í loðna bringuna. Þau voru horfin inn í heim þar sem ekkert fannst nema þau tvö - ekki neitt. Ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, fjarstaddir eiginmenn eða fjarstaddar eiginkonur, ekki krónur eða kreppur, ekki stræti og götur, ekki nefndir og fundir, ekki sporslur, ekki vín eða matur, ekki Íslendingar eða flóttamenn, ekki sigurbogar eða álfabyggðir. Ekkert nema tveir berrassaðir líkamar sem neru saman holdi sínu, tóku andköf, stundu og æptu.Nóttin barði þak stjórnarráðsins að utan í takt við hamfarirnar. Reið röftum og húsum, görðum og grindum, gaurum og garðstörum, um þverbak yfir heljarbrú með bægslagangi og brambolti. Myrkrið þröngvaði sér inn í hjörtu borgarbúa, innum rifur á gluggum og dyrum, settist að í híbýlum handíðakvenna og sjómanna, bænda og kaupsýslumanna - fyllti fólkið tvístígandi vonleysi sem var rétt nógu mikið til að því liði verulega illa en ekki nóg til að það segði þetta gott og byði góða nótt.Þegar Aimé og Millý höfðu lokið sér af lögðust þau á bakið og íhuguðu gjörðir sínar skamma stund. Nú var þessu aflokið og ekkert við því að gera. Hliðarsporið tekið og það yrði ekki tekið til baka. Ekki nú og ekki nokkurn tíma. Eins gott að njóta syndarinnar til fulls meðan hún ennþá gafst. Þau vörpuðu öndinni skamma stund, lögðust síðan hvort í annars faðm og hófu að elskast að nýju. Þetta var enn bara einn glæpur og refsingin yrði aldrei nema í samræmi við það.Að lokum sofnuðu þau nakin á gólfinu með brunasár eftir teppið, eftir hamhleypuganginn, jötunmóðinn.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.