13.1.2007 | 13:56
Lögreglustjórinn og Oliver Twist
Viðtal við Stefán Eiríksson nýskipaðan lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í Blaðinu í dag er stórfróðlegt og skemmtilegt, eins og maðurinn sjálfur.
Krúnk!
Kolbrún Bergþórsdóttir á heiður skilinn fyrir rannsóknarvinnu og góðan undirbúning fyrir viðtalið, því hún spyr Stefán út í veru hans í lestrarfélaginu Krumma, en aldrei áður hefur heyrst svo mikið sem krúnk um þann félagsskap á síðum dagblaðanna. Svo gripið sé niður í viðtalið:
Mér er sagt að þú sért í lestrarfélagi sem heiti Krummarnir. Í hvaða félagsskap ertu þar?
"Pétur Blöndal blaðamaður er upphafsmaðurinn að þessum félagsskap, mikill áhugamaður um lestur, og vildi fá vini sína og kunningja úr hinum og þessum áttum til að hittast reglulega og ræða um bókmenntir. Við hittumst einu sinni í mánuði, oftar í desember þegar jólabókaflóðið skellur á. Við erum um það bil fimmtán, þar á meðal Huldar Breiðfjörð, Börkur Gunnarsson, Árni Matthíasson, Karl Blöndal, Lárus Blöndal, Róbert Spanó prófessor í lagadeild og fleiri góðir menn."
Ertu mikill bókmenntamaður?
"Uppáhaldsbókin mín þegar ég var drengur var Oliver Twist. Ég hef lesið hana ótrúlega oft og finnst hún alltaf jafn skemmtileg og vel skrifuð. Charles Dickens er þar af leiðandi í miklum hávegum hjá mér. Ég hafði líka mikið dálæti á bókum Ármanns Kr. Einarssonar. Þegar ég var í MH var ég í barnabókaáfanga þar sem var nokkuð talað niður til Ármanns og hans bóka. Ég reyndi í þeim áfanga og ritgerð sem ég skrifaði að taka upp hanskann fyrir hann því hann var vitaskuld að skrifa í sínum stamtíma út frá sínu sjónarhorni. Ég held að hann hafi gert marga góða hluti. Ég hef lesið mikið af bókum Einars Kárasonar og hef náð ágætis tengingu við þær, sérstaklega fyrri bækur hans"
Ég get vel ímyndað mér að þú fáist við skáldskap svona í laumi. Er það rétt?
"Einstaka sinnum set ég saman vísur, en yfirleitt tilneyddur. Ég mér samt þann draum að setjast niður einhvern tíma og skrifa skáldsögu eða eitthvað í þeim dúr. En ég hef ekkert verið að prófa mig áfram af viti í þeim efnum."
Krúnk!
Hrafnasparkið hefur raunar ratað á síður dagblaðanna þegar Morgunblaðið tók viðtal við félaga krumma Börk og Steinar, sem báðir voru viðstaddir réttarhöldin yfir Saddam Hussein, en daginn áður hafði Börkur lýst þeirri reynslu í pistli á Hrafnasparki.
Krá!
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Það er ekki annað hægt en að hrífast af bókmenntasmekk félaga krumma, lögreglustjórans. Ég dró fram bókina Oliver Twist, sem bróðir minn fékk gefins frá afa og ömmu á Rauðalæk, og rifjaði upp þessa rómuðu sögu Charles Dickens. Vitaskuld eru þar margar skemmtilegar sögur af samskiptum þjófagengis og laganna varða. Og fjölmargar dæmisögur sem heimfæra má upp á samfélög, þar á meðal þessi dásamlegi kafli:
"Ekki vænti ég, að ég megi biðja ráðsmanninn um meiri mat?"
Naumast verður með orðum lýst þeim áhrifum, sem þessi orð Olivers höfðu. Oliver var sjálfur næstum utan við sig af því að hugsa til þess, að hann hefði haft einurð til þess að mæla þessi orð. Ráðsmaður mátti ekki mæla fyrir skelfingu. Um stund starfði hann á óróasegginn höggdofa, greip því næst hendi sinni til ketilsins ti lþess að styðja sig við falli. Eldakonurnar voru sem lostnar þrumu af undrun en drengirnir af ótta.
"Hvað var það sem þú sagðir?" mælti ráðsmaður og var þungt um mál.
"Ég bað ráðsmanninn um ofurlítið meira," svaraði Oliver aftur.
Ráðsmaður gaf nú Oliver utan undir með eysilnum, greip í öxl honum og kallaði hárri röddu á umsjónarmanninn.
Þetta kveld sat stjórnarnefndin á fundi og ræddi alvarleg málefni. Vissi hún ekki fyrr en signor Bumble æddi inn í salinn og var á honum fát mikið; gekk hann rakleiðis fyrir manninn í háastólnum og mælti:
"Herra Limbkins, Oliver Twist hefur beðið um meira!"
Felmtri sló á alla stjórnarnefndarmenn við þessi orð.
"Beðið um meira?" mælti maðurinn í háa stólnum.
"Verið þér nú rólegur, signor Bumble, og svarið mér greinilega. Á ég að skilja orð yðar svo, að hann hafði beðið um meira, eftir að hann hafði neytt þess matar, er honum bar að réttu samkvæmt reglugerðinni?"
"Já, það gerði hann, velæruverðugi herra!" svaraði Bumble.
"Hann hættir ekki fyrr en hann verður hengdur, og sannið þið nú til," mælti maðurinn í hvíta vestinu.
Enginn varð til að andmæla spádómi hans. Nú var haldinn fundur um þetta mál og var mönnum mikið niðri fyrir. Oliver var settur í varðhald þegar í stað, og næsta morgun var fest upp auglýsing og 90 krónum heitið hverjum manni, er létta vildi Oliver af sveitinni. Með öðrum orðum: 90 krónum og Oliver var heitið heitið hverjum þeim, karli eða konu, er óskaði lærlings í hverja iðn eða starf sem var.
"Aldrei hefi ég alla mína ævidaga verið eins sannfærður um nokkurn hlut, eins og ég er um það, að þessi drengur hættir ekki fyrr en hann verður hengdur," mælti maðurinn í hvíta vestinu, þegar hann las auglýsinguna næsta dag.
Pétur Blöndal, 13.1.2007 kl. 14:18
Sjá: http://arnim.blog.is/blog/arnim/entry/102679/
Árni Matthíasson , 16.1.2007 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.