13.1.2007 | 00:20
Tíunda hver kona á fimmtugsaldri er öryrki
Nýlega birtist afar áhugaverð úttekt á örorku á Íslandi í Læknablaðinu. Þar kemur meðal annars fram að örorka er algengari meðal kvenna og að 10. hver kona á fimmtugsaldri er öryrki. Konur á Suðurnesjum reynast eiga vinninginn, 11,5% þeirra er á örorku á meðan 7,1% kvenna á Vestfjörðum telst til öryrkja.
Þegar fjallað er um örorku og starfsgetu finnst mér oft gagnlegt að hugsa til sögunnar af Jean-Dominique Bauby sem eitt sinn var aðalritstjóri tískutímaritsins ELLE. Hann varð fyrir því einhverju mesta óláni allra ólána að fá heilablóðfall og læsast inn í líkama sínum í locked in syndrome, en í því heilkenni er hugsunin algerlega heil en maðurinn ófær um að hreyfa nokkuð annað en augun og er því í raun læstur inn í eigin líkama.
Þrátt fyrir þetta ástand, sem reyndar ekki svo mjög sjalgæft, skrifar maðurinn bókina "The Diving Bell and the Butterfly". Skriftirnar fóru fram þannig að einhver sat og las stafrófið upphátt þar til hann blikkaði auga og þannig gat hann skrifað einn staf. Milli þess sem hann var að skrifa varði hann síðan dögunum í að hugsa út hvað hann ætlaði að segja næst í bókinni.
Bókin er vel skrifuð, enda Bauby vel ritfær maður þegar hann varð fyrir áfallinu, og ég mæli með lestri hennar. Sagan er þörf áminnig um að fyrst Bauby gat fundið hjá sér styrk til þess að halda áfram störfum þá ættu allir að geta komið einhverju í verk. Kannski minnir hún líka á að öllum er nauðsynlegt að hafa einhver verkefni í lífinu, að hluti þess að lifa sé að hafa eitthvað fyrir stafni.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Það er fræg sagan af íslenska öryrkjanum, sem endaði ævi sína í öndunarvél vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. Hann áorkaði þrátt fyrir sjúkdominn að semja nokkrar klámvísur í öndunarvélinni og fékk bókaforlag til að gefa þær út á prenti. Viti menn, þetta urðu vinsælar vísur, sem seldust vel og hafði lamaða skáldið af þessu nokkrar tekjur, nægjanlegar til þess að Tryggingastofnun rikisins lækkaði við hann örorkuna og felldi að lokum niður allar greiðslur til hans vegna tekjutengingarákvæða almannatryggingalaga.
Júlíus Valsson, 13.1.2007 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.