12.1.2007 | 13:10
Óvænt að rekast á langalangafa
Það var óvænt og skemmtilegt að rekast á langalangafa, sem sést á meðfylgjandi mynd, í Kvæðum eftir Jón Thoroddsen. Tildrög kvæðisins virðast raunar jafn óvænt, því Lárus Blöndal sendi óvart í embættis bréfi til Jóns prívatbréf óuppbrotin og sum uppbrotin. Það er þá ekkert nýtt að menn séu utan við sig í fjölskyldunni. Jón svaraði Lárusi í bundnu máli:
Hér með sendist þér pistill Páls
að öllu leyti óuppbrotinn,
eigi að krapti neinum þrotinn
þó farið hafi fjöll og háls,
í Korintuborg hann komast á
og kontórlögum engum hlýða,
ei í mángara búðum bíða,
settu takmarki sínu ná,
alt einsog rjúpan Eyrarbakka
aumíngja konan til sem hlakkar
reytta í potti sínum sjá.
Þar er komin skýringin á því hve hlýtt afa mínum, Lárusi Blöndal, var til Jóns. Sá síðarnefndi gat raunar verið viðskotaillur eins og sést á kveðskap hans "Við burtför Gríms Þorgrímssonar frá Kaupmannahöfn", en téður Grímur Þorgrímsson var betur kunnur sem Grímur Thomsen. "Þetta er meira en meðalníð," var sagt við mig þegar mér var kennt kvæðið.
Heilum varpi héðan þér
hryssan Ránar löðurbarða,
en hvort kemur aftur, mér
ekki Grímur! þykir miklu varða.
---
Þá í geira gný eg var
Grímur sat í holu,
hnipraði sig hetjan þar,
og horfði undan golu.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Er örugglega rétt farið með línuna „ekki Grímur! þykir miklu varða“? Hún virðist furðulega út úr hrynjandi.
Gunnlaugur Þór Briem, 16.1.2007 kl. 22:30
Jú, rétt er farið með. Síðasta vísuorðið er tveimur atkvæðum lengra en önnur línan. Þetta er bara afbrigði, orðaleikur. Á eftir "Ekki Grímur" kemur þögn, hljóðdvöl, til þess að spaugið verði háðuglegra; honum finnst að vísan verði beittari með því. Ég túlka það þannig að hann sé að skopast að Grími með þessu afbrigði háttarins og með því að draga þessi þrjú orð út "þykir miklu varða".
Pétur Blöndal, 17.1.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.