11.1.2007 | 09:35
Hin nýja Kristjanía?
Á árunum 1969 og 1970 opnuðu íbúar á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn nokkrum sinnum leið inn í yfirgefna herstöð til að búa til leiksvæði fyrir börnin í hverfinu. Herinn og lögreglan lokuðu herstöðinni jafnharðan en hættu að standa í því árið 1971. Um svipað leiti birtist grein í dagblaði um hinar yfirgefnu byggingar á svæðinu og möguleikana sem í þeim fælust, sérstaklega fyrir ungt fólk í íbúðarvandræðum. Greinin virkaði sem segull og fólk tók að flykkjast þangað, margir í leit að frelsi, bræðralagi og nýju þjóðskipulagi; og Kristjanía varð til. Ári síðar sömdu íbúar Kristjaníu við Varnarmálaráðuneytið um að þeir greiddu fyrir hita og rafmagn og fengu um leið stimpilinn "þjóðfélagsleg tilraun". Kristjanía er nú næstvinsælasti viðkomustaður ferðamanna á leið um Kaupmannahöfn á undan Litlu hafmeyjunni og á eftir Tívolí. Reyndar hafa markaðsrannsóknir sýnt að í Evrópu er vörumerkið Kristjanía þekktara en sjálf Kaupmannahöfn.
Kristjanía hefur lengi verið fræg fyrir hasssölu en notkun og sala harðra efna var bönnuð á svæðinu snemma á níunda áratugnum og tóku íbúarnir sig saman og ráku dópsalana á brott harðri hendi. Hasssölu fyrir opnum tjöldum hefur nú einnig verið hætt og reynir lögreglan að framfylgja því með rassíum mörgum sinnum á dag.
En Kristjanía hefur ekki síður verið suðupottur menningar og listar. Nefna má tónleikastaðinn Gráa salinn (þar sem Red Hot Chili Peppers buðu m.a. óvænt uppá tónleika fyrir skemmstu), leikhópinn Sólvagninn, matstaðinn Spiseloppen, og uppáhaldskaffihúsið mitt, Mánaveiðarann. Íslendingar hafa verið duglegir að sækja áhrif til Kristjaníu og hafa tekið þátt í leiklistar- og tónlistarstarfi svæðiðsins auk þess sem nokkrir landsþekktir einstaklingar hafa búið þar um lengri og skemmri tíma.
Þegar borgaraleg öfl hafa verið við völd í Danmörku, hafa þau í gegnum tíðina gert tilraunir til að loka og eða breyta Kristjaníu, en hingað til án árangurs. Á síðustu árum hefur átt sér stað mikil uppbygging á svæðinu í kring um Kristjaníu, íbúða- og lóðaverð hefur hækkað mikið og sérstaklega með tilkomu nýja Óperuhússins, en sum húsanna í Kristjaníu hafa útsýni yfir Hólminn, þar sem hún stendur. Nú eru einmitt uppá borðinu enn einar tillögurnar um breytingar á skipulagi svæðisins sem snúa einkum að þéttingu byggðar og niðurrifi nokkurra húsa sem byggð hafa verið án tilskilinna leyfa. Eins eru mörg húsanna að hruni komin og viðhald á þeim brýnt. Svæðið er enn í eigu landvarnarráðuneytisins sem vill að leigutekjur standi undir viðhaldskostnaði.
Samkvæmt hefðum og venjum hér í Danmörku þurfa allir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Danir hafa yfirhöfuð mikla þörf fyrir að ræða málin og einungis gegnum miklar vangaveltur þar sem allir mögulegir og ómögulegir aðilar þurfa að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, án tillits til hvort þau komi málinu við, er hægt að komast að niðurstöðu. Oft virðist mér umræðan í hugum Dana vera mikilvægari niðurstöðunni. Þetta þjóðfélagseinkenni nær hápunkti í hinu svokallaða konsensus-lýðræði Kristjaníu, en þar þurfa allir íbúar að samþykkja þær ákvarðanir er varða sameiginlega hagsmuni Kristjaníubúa eigi að breyta einhverju (einfaldur eða aukinn meirihluti nægir ekki: ALLIR þurfa að vera sammála). Þetta á að tryggja að meirihlutinn geti ekki kúgað minnihlutann en snýst að sjálfsögðu uppí það að minnihlutinn kúgar meirihlutann. Þannig gæti einn aðili staðið gegn því að þau samkomulagsdrög sem nú eru uppá borðinu nái fram að ganga.
Ég hef persónulega sveiflast fram og tilbaka í afstöðu minni til Kristjaníu. Annars vegar er þetta hið skemmtilegasta svæði, þar sem fólk fær að vera sérviturt í friði og hins vegar er ég á því að fólk eigi að borga húsaleigu og skatta. Dan Leahy, bandarískur vinur minn benti mér reyndar á skemmtilega lausn á Kristjaníumálinu. Nú þegar herstöðin á Miðnesheiði er laus, ætti að bjóða Kristjaníubúum hana til afnota. Það yrði til að æra óstöðuga Danina ef Íslendingar eignuðust líka Kristjaníu. Þá væri ekkert eftir nema Tívolí...
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég er ekki frá því að þessi hugmynd frá Dan Leahy vini þínum sé sú besta sem ég hef heyrt hingað til varðandi BÆÐI framtíð varnarsvæðisins á Miðnesheiði OG framtíð fríríkisins Kristjaníu, fyrst Danir eru orðnir eitthvað afhuga því. Herstöðin á Miðnesheiði hefur verið á undanþágu frá íslenskri lögsögu svo lengi að það ætti ekki að stuða neinn þó það verði áfram þannig. Kristjaníubúar þurfa ódýrt húsaskjól sem þarf ekki að vera fyrsta flokks, en á Miðnesheiðinni standa einmitt heilu blokkirnar tómar, og væru sennilega betur settar í umsjá Kristjaníubúa sem hafa mun betra orðspor af viðhaldi gamalla bygginga en þeir sem nú bera ábyrgð á varnarsvæðinu!! Staðsetningin liggur vel við ferðamannastraumi vegna nálægðar við flugvöllinn og Bláa Lónið sem er mest sótti ferðamannastaður landsins, og gæti þetta því orðið lyftistöng í atvinnumálum á Suðurnesjum. Að lokum myndi þessi lausn fyrirbyggja þau skaðlegu áhrif sem spáð hefur verið ef fasteignir varnarstöðvarinnar færu beint á almennan markað. Svo myndi það hæfa málefninu fullkomlega að flytja Kristjaníu úr einni yfirgefinni herstöð í aðra og skipta út herliðinu fyrir frið og freðerí, yrði nokkuð táknrænt fyrir undanhald bandaríska heimsveldisins frá okkar friðsæla landi... ;) Ef við hefðum svo áhyggjur af mögulegri aukningu á innflutningi kannabisefna, þá má benda á að það er ekkert endilega auðvelt að laumast með eitthvað magn af slíku út af afgirtu svæði sem er að stóru leyti umkringt af jarðsprengjum, uppi á miðri heiði á stað sem er eitt mesta veðravíti á þurrlendi jarðar (ef þurrt skyldi kalla)! Þar sem svæðið er hvort sem er staðsett við innganginn í landið þá gætum við haldið því áfram utan íslenskrar lögsögu sem nokkurskonar alþjóðlegu frísvæði, og Sýsli á vellinum myndi bara einfaldlega færa varnarlínuna utan um flugvallarsvæðið aðeins utar. Með hæfilegri vöktun yrði sennilega mun auðveldara ef eitthvað er að hafa eftirlit með girðingunni heldur en með öðrum smyglleiðum til landsins, og þau efni sem þangað væri reynt að smygla þyrftu þá a.m.k. ekki að fara um íslenska lögsögu. Fríríkið á Miðnesheiði gæti þannig orðið jafnvel enn "frjálslegra" og þjónað þannig hlutverki sínu enn betur en forveri þess í Kaupmannahöfn. Eigum við eitthvað síður að taka þetta tromp af Dönum heldur en t.d. Magasin eða önnur rótgróin dönsk fyrirbæri?!
Takk fyrir áhugaverða grein, og já ég hef komið til Kristjaníu og fannst það virkilega fallegur staður!
Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2007 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.