Færsluflokkur: Dægurmál
5.2.2008 | 16:25
Svona eru þessir ritstjórar...
Breskur húmor lætur ekki að sér hæða, ég hlýt að varpa þeirri spurningu til skrifandi krumma og kollega þeirra, eru samskiptin við forlagið svona?
Með kveðju að Westan
frf
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 18:23
Paris Hilton of stór fyrir AP?
Þetta er forvitnileg tilraun hjá fréttastofunni AP að loka á allar fréttir af Paris Hilton.
En þetta er svo sem ekkert sérlega frumlegt. Fjölmiðlar hafa oft útilokað fólk og jafnvel heila þjóðfélagshópa frá umfjöllun og það tíðkast enn víða í heiminum. Eflaust finnast dæmi þess á Íslandi. Mér hefur aldrei fundist mikið til slíkra vinnubragða koma.
Svo étur þetta skottið á sjálfu sér. AP ákveður að birta ekki fréttir af Paris Hilton og jafnvel það verður stórfrétt. Þannig að jafnvel engar fréttir af Paris Hilton eru stórfrétt.
Síðan er það óneitanlega spaugilegt að AP endist í aðeins átta daga án fréttar um Paris Hilton. Það er náttúrlega ekkert annað markvert að gerast í heiminum!
Hvað varð svo til þess að fréttabanninu var aflétt og AP afbar ekki lengur þögnina, - útrunnið ökuskírteini!
AP hætti fréttaflutningi af Paris Hilton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 19:38
Enn af kynlífsmyndböndum
Ekki er hægt að þverfóta á Netinu fyrir fréttum af kynlífsmyndböndum. Eina leiðin til að fá panda-birni til að fjölga sér er að sýna þeim myndbönd af slíku háttalagi, eins og fjallað hefur verið um hér á síðunni, og nú á að dreifa myndbandi með Jessicu Simpson. Það er ljóst hvað verður í jólapökkum til þeirra karlmanna sem hafa verið tregir til barneigna. Sólskríkjan syngur:
Konan sínum karli vongóð gefur
kynlífsmynd með stjörnum;
ef til vill það áhrif sömu hefur
og hjá panda-björnum!
Jessica Simpson miður sín vegna sögusagna um kynlífsmyndband á Netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2006 | 22:45
Karlar?
Hér með lýkur lífi mínu sem hrein bloggmey eftir að hafa fylgst með færslum hinna háæruverðugu Krumma. Og það er nú ekki slæmur félagsskapur til afmeyjunar...
Ég hef tekið eftir því að nokkrir meðlimir þess ágæta félagsskapar eru býsna duglegir að sækja dætur sínar í fimleikatíma hjá íþróttafélaginu Gróttu.
Þar sem ég sat í sömu erindagjörðum síðasta mánudag og beið eftir dóttur minni kemur faðir með dóttur sína í fanginu. Þegar hann gengur fram hjá mér dillandi barninu heyri ég hann spyrja hróðugur: ,,Hver er besti kallinn"?
Það líður smá stund áður en barnið svarar: ,,Mamma".
Vonbrigðin leyna sér ekki:,,Já, en mamma er kona"!
Ég náði því miður ekki niðurlagi samtalsins, og kannski eins gott því að þetta stefndi í meiriháttar ósigur. Ég er nefnilega nokkuð viss um að mamma var líka besta kerlingin.
Er kannski kominn tími til að þessar mæður nái í börnin sín á fimleikaæfingar?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...