Færsluflokkur: Vefurinn
18.1.2007 | 10:38
Sótt að Moggablogginu
Nú sá maður í fréttum að vísir.is ætlar að blása til sóknar í blogg- og netheiminum. Þeir eru búnir að fá Steingrím Ólafsson til þess að reyna að "poppa" upp visir.is og gera hana notendavænni. Steingrímur segist vera sáttur við Moggabloggið og segir að það sé betra format en hjá Vísi. Þetta á sennilega ekki bara við um þá sem blogga, heldur líka þá sem fara um netið og lesa blogg. Þeir sem skauta yfir netheiminn á hverjum degi finnst flestum viðmót mbl.is vera þægilegt og notendavænt og sýnist manni að visir.is hafi "tapað" í keppninni um notendur, hvort sem það eru bloggarar eða lesendur. Það er vitanlega hálf fáranlegt að líta á þetta sem einhverja keppni, en eigendurnir sjálfir virðast gera það, sem sést á því að visir.is blæs til sóknar og vill ná til sín bloggurum og lesendum.
Moggabloggið hefur tekist vel og sést það best á því hversu bloggurum hefur fjölgað á undanförnum mánuðum. Margir "stórbloggarar" hafa fært sig yfir á Moggabloggið og hefur umferðin bara aukist við það. Það er þó einn "stórbloggari", Stefán Pálsson, sem er í einhverskonar stríði við Moggabloggið og telur sig vera talsmann "frjálsu" bloggarana sem ekki vilja gangast undir ógnarvald Moggabloggsins. Hann bloggar á einhverju sem heitir kaninka.net og endar flestar bloggfærslur sínar þessa dagana á einhverjum athugasemdum um Moggabloggið, eins og t.d.: "Hitt veit ég að gott væri að eiga góða svipu og láta höggin dynja á Moggablogginu".
En hvað sem mönnum finnst um þann sem hýsir bloggið, hvort sem það er mbl.is, visir.is eða kaninka.net þá er það vitanlega innihaldið sem skiptir öllu máli og þá er vitanlega mikilvægt að það sé einfallt og auðvelt að blogga, eins og á mbl.is.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...