Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
28.4.2007 | 08:06
Fimm ára á leið til New York
Fimm ára dóttir mín er mikill heimskekingur eins og títt er um börn á þessum aldri. Svo fylgist hún með tískunni, - en bara pínulítið. Hún leit með velþóknun á móður sína í morgun og sagði: "Rosalega er þetta fallegt pils. Hvar fékkstu það?"
"Ég keypti það í New York," svaraði mamman.
"Þá verð ég að flytja þangað," sagði litla stelpan. "Verst að þá þurfið þið að fljúga til að heimsækja mig."
Hún varð hugsi eitt augnablik og bætti svo við:
"Þið verðið að heimsækja mig áður en þið deyið!"
Vinir og fjölskylda | Breytt 4.5.2007 kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 09:43
Það sem gefur heiminum von
Innflytjendur okkar frá Mið- og Suður-Ameríku. Þeir gefa mér von. Gefa mér von um að við eigum eftir að breytast. José nágranni minn þekkir bókstaflega alla í byggingunni - bankar upp á, kemur með kökur og hressingu og skiptir sér glaðlega af manni þegar honum dettur í hug. Þekkir alla nágranna sína með nafni. Ég á þetta ekki til í sjálfum mér, en ég finn að það gerir veröld mína hlýlegri - og Ameríku betri. Þetta er önnur arfleifð sem með tímanum verður að okkar eigin.
Ég á slíka nágranna!
María Helena Sarabía frá Kólumbíu og Gunnlaugur Karlsson og börnin þeirra, Mikael, Gabríel og Sara, eru nágrannar mínir; þau búa í næsta stigagangi og garðurinn er sameiginlegur. Ef til vill er það fyrir suður-amerísk áhrif frá þeim að fjölskyldurnar í húsinu eru eins og ein stór fjölskylda. Það er ekki nóg með að allir þekkist með nafni; við fögnum saman stórhátíðum, svo sem gamlárskvöldi, en komum einnig saman við minni tækifæri, og alltaf er gleði og náungakærleikur ríkjandi. Allir hjálpast að og deila með öðrum. Ef eitthvað bjátar á er það leyst með brosi á vör og aldrei möglað. Þetta er lítið únívers hérna við Sólvallagötuna, en kraftur jákvæðninnar er mikill.
Stórfjölskyldan, eins og ég kýs að kalla nágrannasamfélagið, kemur oft saman í garðinum á sumrin, stundum er borðað við langborð, einn stekkur inn og nær í osta, annar í drykkjarföng. Svo allt í einu er kominn risastór pottur með suður-amerískri súpu! Alltaf er von á góðu frá söngelsku fjölskyldunni, sem varð enn söngelskari með nýja máginum, og útivistarhjónunum, þar sem bræður vaxa á hverju strái. Læknishjónin eru ýmist með bráðaþjónustu eða karaoke á heimili sínu og hjónin á fyrstu tendra himinhvelfingu úniversins.
Einni stétt manna er þó úthýst, innbrotsþjófar eru ekki velkomnir og er bókahillum kastað á eftir þeim úr kjallaranum.
Æ, þetta er yndislegt fólk og ég mun alltaf halda í þessi fjölskyldutengsl, sama hvar á hnettinum ég bý. Sonur okkar hefur verið hjá Maríu dagmömmu og Carmen yndislegri móður hennar, - söngelsku konunni með stóra brosið og hlýja útbreidda faðminn. Jafnvel ísklumpar í brjósti Íslendinga bráðna og byrja að slá í salsasveiflu í návist þeirra. Og á meðan slík fjölskylda er til...
... þá gefur það mér líka von.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2006 | 15:19
Jólin frá sjónarhorni fimm ára stelpu
Þessar samræður áttu sér stað í hádeginu á jóladag.
Pabbi: Segðu mér eitthvað í sambandi jólin?
Ólöf Kristrún: Það eru skemmtilegir pakkar á jólunum eins og alltaf. En sumir eiga það og geta skilað því. Og kannski verður einhver hissa og langar í það sem hann fékk. Og þá verða allir svo glaðir. Eins og bróðir minn fékk bestu gjöfina sína sem var gítar og vildi ekki sleppa henni. Og eins og ég fékk snyrtidót og kastala og svona gamla daga dót, sem ég vil ekki að neinn taki. Einu sinni ekki snerta það. Og síðan gladdi það ömmu og afa svo mikið að fá mynd af mér og ömmu í svona stellingu [hún stillir sér upp eins og á meðfylgjandi mynd] og mynd af afa Halldóri og Erni Óskari og þeir eru bara glápandi svona [hún stillir sér aftur upp].
Pabbi: Gladdi fleira?
Ólöf Kristrún: Það sem gleðjaði mömmu og pabba frá mér og Erni Óskari voru myndir sem við máluðum og mamma var svo glöð út af kortinu frá mér og Erni Óskari og miklu glaðari út af myndinni minni. Og afi var svo glaður út af kortinu að hann sagði bara: "Ég ætla að passa þetta mjög vel." Ég var líka svo glöð út af stellinu sem ég fékk að ég vildi ekki einu sinni að neinn skildi það eftir á borðinu. Og hérna, mig langaði samt alltaf svo mikið í Baby Born rúmið sem var með tónlist. Og líka Baby Born, uh, bað og Baby Born slopp og Baby Born bíl... hvað stendur?
Pabbi: [Byrjar á að lesa textann og spyr svo] Hvað ætlarðu að gera í dag?
Ólöf Kristrún: Í dag ætlum við að kaupa ís og ég fer að setja í (ís)vélina mína sem ég fékk frá besta pabba! [Hún sagði þetta í alvöru!] Og síðan vil ég fá bestu afmælisgjöfina mína og á ég að segja hvað það á vera. Það á að vera öskubuskubúningakjóll.
Pabbi: Út af hverju höldum við jólin?
Ólöf Kristrún: Út af því að Jesú barnið á afmæli á jólunum. Er það ekki rétt pabbi? Annars á Jesúbarnið aldrei afmæli þegar jólin voru aldrei haldin. Og nú spyrð þú, af hverju fær maður pakka? Spyr þú mig það.
Pabbi: Af hverju fær maður pakka?
Ólöf Kristrún: Af því að á jólunum er maður að gleðja aðra. Nú spyrð þú mig... ertu að skrifa nú spyrð þú mig?
Pabbi: Já.
Ólöf Kristrún: Af hverju gleðjar fólk alla á jólunum?
Pabbi: Af hverju gleður fólk alla á jólunum?
Ólöf Kristrún: Til þess að fólk verði glöð. Því annars verða allir bara leiðir á jólunum. Hey, ertu að skrifa nafnið mitt!
Pabbi: Já. Segðu mér meira.
Ólöf Kristrún: Af því að börnin í Afríku, sum þeirra fá engan pakka á jólunum, því að þau sem ætla að gefa þeim pakka eiga enga peninga. Og þá verða þau ekki gleðjuð.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.12.2006 kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2006 | 15:04
Af afmæli og kviksetningu
Leiðin til hnignunar og glötunar er vörðuð bautasteinum. Einn þeirra varð á leið minni í dag þegar ég varð 35 ára. Renata frænka mín segir að ég sé orðinn "ógeðslega gamall maður". Og umræðan sem spannst við matarborðið í vikunni var á þessum nótum, nefnilega um kviksetningar.
Einn forfeðra minna og fleiri krumma lét nefnilega skera á úlnliðina áður en hann var jarðsettur af ótta við kviksetningu. Það kveikti fleiri sögur. Gömul kona vildi láta sprauta í sig blásýru áður en hún yrði borin til grafar og ung kona vildi láta jarða sig með vasaljós og farsíma, - með góðum batteríum. Henni var bent á að líklega væri ekki farsímasamband í iðrum jarðar og hún yrði því líklega að hafa fastlínutengingu.
Gamall maður fyrir austan vildi að líkið af sér yrði látið standa í nokkrar vikur áður en hann yrði jarðaður. Hann lést að sumri til og lá örendur í risherbergi í þrjár vikur. Þegar líkið var flutt niður þröngan stigann var varla kjötið héldist á beinunum. Ekki þurfti frekari vitnanna við; maðurinn var allur.
Svo eru þeir sem láta brenna sig. Enginn af þessum valkostum virðist neitt sérlega spennandi. En ég þarf líklega að fara að velta þessum hlutum fyrir mér, orðinn svona ógeðslega gamall. Kannski maður fari bara eins að og Bertrand Russell?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...