Færsluflokkur: Tölvur og tækni
1.2.2007 | 18:27
Kippa úr sambandi og finna sér ný áhugamál
Það er greinilega eitthvað að þegar kemur að tölvuleikjanotkun unglinga þessa dagana. Sennilega eiga nú einhverjir eldri við vandamál að stríða líka, en þeir hafa ekki foreldrana yfir sér líkt og unglingarnir. Um daginn bloggaði ég um áhyggjur í Bretlandi, og víðar, vegna þess að lestur bóka minnkar á kostnað tölvuleikja, að því er sumir telja. En það vandamál sem blasir við í fréttum undanfarið, að unglingar gangi berserksgang vegna þess að reynt er að koma böndum á tölvuleikja ástundun þeirra er eitthvað allveg nýtt. Umfjöllun um netnotkun og vandamál tengd alnetinu hafa líka verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum þannig að ljóst er að margir vilja bregðast við þessum vandamálum.
En hvað er til ráða? Sumir halda því fram að tölvuleikjaspilarar dagsins í dag verði stjörnur framtíðarinnar. Það eru haldin mót víðsvegar um heiminn þar sem menn keppa í hinum og þessum tölvuleikjum og það er jafnvel hægt að vinna stórar upphæði í verðlaun. Alnetið er orðið svo stór hluti af lífi fólks að reynt er að selja manni aðgang að því í farsímann líka. Ráðleggingar til foreldra um netnotkun barna er hægt að finna á heimasíðum símafyrirtækjanna þannig að meira að segja þau hafa áhyggjur af því hvað krakkarnir eru eiginlega að gera á netinu. En ef að foreldrar hafa raunverulegar áhyggjur af tölvuleikja og netnotkun barna sinna er sennilega bara best að kippa sem fyrst úr sambandi og reyna að fá börnin til að finna sér ný áhugamál.
Tölvufíkill trylltist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2007 | 10:33
Leikjatölvur og lestur
Í grein í vef útgáfu The Spectator segir Boris Johnson að það sé kominn tími til þess að við sem samfélag horfumst í augu við þau skelfilegu áhrif sem tölvuleikir hafa á þá kynslóð sem er að vaxa upp. Árið 1997 var bætt inn lestrarstund í alla grunnskóla í Bretland en sex árum síðar hafði börnum sem sögðust ekki hafa gaman af lestri fjölgað úr 23% í 35%. Kannanir sýna að börn og þá sérstaklega drengir líta á lestur sem skylduverk og það sé nauðsynlegt að lesa til þess að klára einhver próf, en ekki vegna þess að það sé hreinlega gaman að lesa. Boris lítur svo á að tölvuleikir séu stór hluti af vandamálinu. Við krefjumst þess að kennarar kenni börnunum okkar að lesa og kenni þeim að meta bókmenntir, en samt leyfum við þeim að hanga fyrir framan tölvuleikina þegar þau eru komin heim.
Boris hefur verulegar áhyggjur af því hvert stefnir. 40% ungmenna uppfylla ekki kröfur um lestur og reikning við 14 ára aldur og stór hluti þeirra sem fara í Háskóla ráða ekki við að skrifa ritgerðir sem uppfylla kröfur Háskólanna. Boris lítur svo á að einn af stærstu sökudólgunum séu tölvuleikirnir og því hvetur hann alla til þess að ná sér í sleggju og hreinlega brjóta leikjatölvurnar í nafni lestrarins.
Margt í þessari lýsingu gæti átt við hér á Íslandi, þó svo að við séum tæpast komin jafn langt í þessari þróun og Bretar. Í Bretlandi eru 85% heimila með leikjatölvur og er hlutfallið hvergi hærra. Sala bóka gengur vel á Íslandi og virðast flest börn ennþá lesa. Svo má heldur ekki gleyma því að lestur hlýtur að vera meira en bara lestur bóka. Íslensk börn lesa textað efni í sjónvarpi og kvikmyndahúsum, þau lesa texta á tölvuskjánum, hvort sem það er á alnetinu eða msn-inu o.s.frv. En vissulega þurfum við að gæta að okkur og tryggja að tölvuleikir séu í raun aðeins leikir en ekki lífsstíll. Það getur ekki verið nokkrum manni hollt að hanga heilu og hálfu dagana fyrir framan sjónvarpsskjá í tölvuleik og gera lítið annað. Það er nauðsynlegt að reyna að örva áhuga ungmenna á bókum og lestri því það er skelfileg tilhugsun að upp komi kynslóð sem fari á mis við þá ánægju sem felst í lestir góðrar bókar.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...