Færsluflokkur: Tónlist
8.2.2007 | 10:13
Elvis Presley á latínu
Getur einhver ímyndað sér hvernig Elvis Presley hljómar á latínu? Á ferð í Finnlandi fyrir nokkuð mörgum árum rakst ég á plötu með finnska tónlistarmanninum Doctor Ammondt þar sem hann flytur nokkur af þekktustu lögum Elvis Presleys á latínu. Platan kom út árið 1994 og heitir "The legend lives forever in Latin". Þar eru lög eins og Nun aeternitatis (I surrender), Nunc hic aut numquam (It's now or never) og Tenere me ama (Love me tender). Í allt eru sjö lög á plötunni og virðist yfirfærslan á latínu hafa tekist vel. Hins vegar eru útsetningarnar ekki upp á marga fiska, hljómar helst eins og Doctor Ammondt sé með einfaldan skemmtara við undirleikinn. En það er samt húmor í disknum og ekki oft sem tónlistarmenn flytja texta sína á löngu dauðu tungumáli; latínu.
En mér varð hugsað til Doctor Ammondt og Elvis Presley plötu hans þegar ég sá að í kvöld ætlar hljómsveit sem kallar sig upp á finnsku Mina Rakastan Sinua Elvis að troða upp á Domo í Þingholtsstrætinu. Talsmaður hljómsveitarinnar, Kormákur, sagði í viðtali í Mogganum í gær að þótt margir hafi vissulega spreytt sig á Elvis hafi trúlega enginn nálgast hann með þeim hætti sem þau muni gera á sínum tónleikum. Það verður spennandi að sjá hvort þau nái að toppa finnska kollega sinn Doctor Ammondt með latínu texta sína.Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.1.2007 | 10:51
Ísland er fátækt án okkar!
Það vita krummar að með þessu er hún auðvitað fyrst og fremst að heiðra blænginn Árna Matthíasson, tónlistarskríbent Morgunblaðsins með meiru, á afmælisárinu. Það bara hlýtur að vera! Krummar fjölmenntu til að hylla hann á NASA í gærkvöldi, þar sem afar metnaðarfullir og bráðskemmtilegir tónleikar voru haldnir honum til heiðurs.
Þar hrærði Árni saman hljómsveitum, valdi ólíkar bragðtegundir, svo sem þungarokk og hip hop. Útkoman varð oft skemmtileg og aldrei fyrirsjáanleg. Tónleikagestir gæddu sér á sveitunum:
Amina & Auxpan
We Made God & Kira Kira & Pétur Hallgrímsson
Risaeðlan & Ham/Rass
Forgotten Lores & Gavin Portland
Mínus & Benni Hemm Hemm
Hellvar & Johnny Sexual
Ghostigital & Stilluppsteypa
Kimono & FM Belfast
Það var helst tíðinda að Risaeðlan kom saman á ný og flutti valin lög. Betri verða tónleikaböndin ekki og minnisstæð lokasetning Dóru Wonder: Ísland er fátækt án okkar!" Sjónarsviptir að sveitinni, en auðvitað voru örlögin í nafninu falin. Eins og ávallt þyrlaðist mikið fiður um salinn þegar krumminn Óttarr Proppé krúnkaði.
Páll Óskar Hjálmtýsson bauð að síðustu upp á görótt tónlistarhanastél. Þá var þúsund ljósmyndum varpað um kvöldið á vegg sem Björg Sveinsdóttir, eiginkona Árna, hefur tekið í gegnum tíðina af íslensku tónlistarlífi. Þar hefur hún náð mörgum ómetanlegum augnablikum, - og ógleymanlegum fyrir vikið.
Eflaust bættust fleiri í sarpinn í gærkvöldi.
Lestrarfélagið Krummi óskar Árna til hamingju með daginn og þakkar fyrir sig!
Björk á Hróarskeldu og Glastonbury | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2007 | 13:26
Starf tónlistarskólanna skilar sér í grasrótinni - enskukennslan líka!
Laugardagsþáttur Jóns Ólafssonar fjallaði um grasrót dagsins í dag í íslenskri tónlist. Gestur hans var Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarblaðamaður af Mogganum. Í þættinum komu fram nokkrar grasrótarhljómsveitir. Eftir að hafa horft á þáttinn hlýtur flestum að vera ljóst að það starf sem unnið er í tónlistarskólum landsins er að skila sér. Sú var tíðin að grasrótarhljómsveitir spiluðu hrátt gítarrokk, en nú er tíðin önnur. Í grasrótarsveitunum er spilað á blásturshljóðfæri og strengi, fyrir utan hin hefðbundnu rokkhljóðfæri. Og þessi óhefðbundnu rokk/popp hljóðfæri falla vel að tónlistinni hjá hljómsveitunum. Það er greinilegt að það er ekki lengur "hallhærislegt" að læra á fiðlu eða vera í lúðrasveit.
Og ef við horfum áfram á grasrótarhljómsveitir út frá námi og skólastarfi er greinlegt að sú ákvörðun að setja enskuna ofar dönskunni í grunnskólum hefur skilað sér. Í textagerðinni gekk öllum hljómsveitunum betur að tjá sig á ensku frekar en íslensku. Ég gerði svo sem ekki ráð fyrir því að hljómsveitirnar syngju á dönsku en svona eins og eitt og eitt lag á íslensku væri í lag. Maður veltir því fyrir sér hvort það sé draumurinn um heimsfrægð sem veldur því að hljómsveitir setja fram texta á ensku eða hvort það sé vegna þess að þeim finnst erfitt (og tilgerðarlegt) að tjá sig á íslensku? Ef það er draumurinn um heimsfrægð eða bara fleiri mögulega hlustendur þá er þetta auðvitað hið besta mál. En ef það er hræðslan við tungumálið og það að setja fram hugsanir sínar á íslensku vandast málið.
Auðvitað er erfitt að setja saman góðan texta og ekki síst á íslensku. Kannski skapar það ákveðna fjarlægð fyrir söngvarann og hljómsveitina að syngja á ensku og þeim finnst það ekki jafn tilgerðarlegt. Ég hef enga lausn á þessu og vitanlega ráða hljómsveitirnar því á hvaða tungu þær syngja, en mér þætti gaman að heyra meira af íslenskum textum hjá grasrótinni en birtist í þættinum hjá Jóni Ólafssyni í gærkvöldi.Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2007 | 15:01
Eiður er týndur ...
Ein ágætasta hljómsveit landsins heitir því dægilega nafni Ég. Burðarásinn í Mér er Róbert Örn Hjálmtýsson, söngvari, gítarleikari, laga- og textasmiður, en sveitin hefur sent frá sér tvær frábærar hljómplötur, Skemmtileg lög og Plata ársins. Á síðari plötunni er lagið Eiður Smári Guðjohnsen sem túlkar í senn snilld hins afburða fótboltamanns, sem Eiður Smári vissulega er, en um leið efann og angistina sem fylgir því að vera í fremstu röð, nokkuð sem Ég þekki væntanlega mjög vel - það næðir um mann á toppnum og um leið og kastljósið beinist annað kemur efinn, angistin.
Þetta ágæta lag rifjaðist upp fyrir mér sl. laugardagskvöld þegar ég var staddur á Ólympíuleikvanginum í Barcelona á leik Barcelonaliðanna FC Barcelona og RCD Espanyol de Barcelona. Espanyol er minna liðið í Barcelona, miklu minna reyndar þar sem FC Barcelona er eitt helsta fótboltalið heims, en Espanyol, sem er ári yngra lið, þvælist jafnan um miðja deildina (góð samantekt um liðið á Wikipediu, þar á meðal um undarlegt nafn þess).
Ég var þarna staddur í boði eins frammámanna Barcelona-borgar, sat í forsetastúkunni og átti kost á að þvælast niður á völl til að skoða mig um og heilsa upp á Eið Smára (hann vildi ekki tala við mig).
Ekki var að sjá á leiknum að Barcelona væri í öðru sæti deildarinnar en Espanyol neðan við miðju (nýbúnir að tapa fyrir Recreativo de Huelva í mjög slöppum leik). Heimamenn voru mun ferskari og ákveðnari og yfirspiluðu granna sína gersamlega framan af leiknum. Eftir það sigu þeir aftar á vellinum og leyfði Barca-mönnum að sýna knatttækni og sendingar en stoppuðu þá síðan ef þeir nálguðust markið.
Í slöku liði meistaranna var Eiður Smári einna bestur, duglegur þegar hann fékk boltann og átti tvö góð færi, annað sannkallað dauðafæri. Þess á milli var hann einmanalegur og eiginlega týndur, svona eins og segir í laginu góða: "Viltu finna mig, ég er týndur / hef ekki fengið boltann / í fimm mínútur"
Honum var síðan skipt útaf snemma í seinni hálfleik, en leiknum, lyktaði annars þannig að Espanyol vann sinn fyrsta sigur á Barcelona í fimm ár. Getur nærri að gestgjafi minn var afskaplega glaður.
Læt textann fylgja til áréttingar:
Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
sama hver er í marki.
Maradonna
Jurgen Klinsmann
Roberto Baggio
Eiður Smári ...
Tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
af hvaða færi sem er.
Viltu finna mig, ég er týndur
hef ekki fengið boltann
í fimm mínútur
ég var með boltann, áðan
og sólaði fjóra,
og skoraði mark
mér hefur aldrei liðið svona illa
í fætinum og hálsinum, gefiði á mig!!
Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
af hvaða færi sem er.
Albert Guðmundsson
Ásgeir Sigurvinsson
Arnór Guðjohnsen
Eiður Smári ...
Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
sama hver er í marki.
(Maðurinn til vinstri við Eið á myndinni er Joan Laporta, forseti Barcelona, Frank Rijkaard þjálfari liðsins er til hægri. Laporta var þungur á brún á leiknum og yrti ekki á Daniel Sanchez Llibre forseta Espanyol. Rijkaard var líka styggur og sló bylmingshögg í hlið varamannaskýlisins þegar Espanyol komst aftur yfir, í 2:1, með marki Raul Tamudos.)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 01:39
Litlu kassarnir frá Levittown?
Sumir lagatextir eru svo vel heppnaðir að það hvarflar varla að manni að þeir hafi verið íslenskaðir. Litlir kassar eru dæmi um það, en það er þýðing Þórarins Guðnasonar á lagi Malvinu Reynolds Little Boxes".
Reynolds samdi lagið árið 1962 og skopast í því að úthverfavæðingunni vestanhafs og þeim borgaralegu og íhaldssömu gildum sem festu rætur þar. Svona er útgáfa Reynolds af textanum og verður að segjast íslenska útgáfan, sem fylgir alls ekki bókstafnum, hljómar mun betur:
Little boxes on the hillside,
Little boxes made of ticky-tacky,
Little boxes, little boxes,
Little boxes, all the same.
There's a green one and a pink one
And a blue one and a yellow one
And they're all made out of ticky-tacky
And they all look just the same.And the people in the houses
All go to the university,
And they all get put in boxes,
Little boxes, all the same.
And there's doctors and there's lawyers
And business executives,
And they're all made out of ticky-tacky
And they all look just the same.And they all play on the golf-course,
And drink their Martini dry,
And they all have pretty children,
And the children go to school.
And the children go to summer camp
And then to the university,
And they all get put in boxes
And they all come out the same.And the boys go into business,
And marry, and raise a family,
And they all get put in boxes,
Little boxes, all the same.
There's a green one and a pink one
And a blue one and a yellow one
And they're all made out of ticky-tacky
And they all look just the same.
Það var skemmtilegt að rekast á það á Netinu að íbúar Levittown halda því fram að lagið sé samið um sig á sérlegri vefsíðu bæjarsins. Það rökstyðja íbúarnir með því að lýsa bæjarlífinu þannig: In Levittown, all the homes did look the same. Even all of the gardens were manicured similarly. Residents only hung laundry out to dry on specified hangers and only on certain days. If someone disregarded their grass for too long, Levitt would send people in to cut the grass and send the bill later. The Levittowner baby boomers had formed communities where all of the homes looked similar, but it did not matter to the residents, satisfied and content to just have a single family house."
Þetta eru engar ýkjur. Íbúarnir þurftu að skrifa undir regluverk í mörgum liðum þar sem meðal annars var kveðið á um að þeir þyrftu að slá garðflötina og reyta arfa að minnsta kosti einu sinni í viku frá 15. apríl til 15. nóvember. Nothing makes a lawn - and a neighborhood - and a community - look shabbier than uncut grass and unsightly weeds". Þeir sem bjuggu í hornhúsum máttu ekki skipta um plöntur í beðinu hjá sér. If anything dies you may re-plant the same items if we don't." Og það mátti hengja upp þvott í bakgarðinum á þartilgerðar þvottasnúrur, sem snerust - hvorki meira né minna, en ekki á sunnudögum eða öðrum tyllidögum.
Sá sem hannaði Levittown nefndi bæinn eftir sér og raunar eru slíkir bæir á þremur stöðum í Bandaríkjunum, en þeim var ætlað að mæta húsnæðisþörf hermanna sem komu heim úr seinna stríði. Levitt var mikill markaðsmaður og því er alveg í hans anda að eigna sér lagið Litlir kassar, enda þó ekki beri öllum heimildum saman um að það sé í raun samið um Levittown. Samkvæmt Wikipedia fjallar lagið um lífið í Daly City, Kaliforníu, en Reynolds hafði útsýni þangað frá Berkeley.
Hvað um það, í þýðingu Þórarins er lagatextinn algjör snilld eins og allir þekkja, með sitt dinga-linga og Landsbankastjórnendur, - og ástæða til að benda á að síðasta erindið virðist vera hrein viðbót frá honum:
Litlir kassar á lækjarbakka
að lokum tæmast og fólk sem í þeim bjó
er að sjálfsögðu sett í kassa
svarta kassa og alla eins.
Tónlist | Breytt 18.1.2007 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2006 | 16:00
Ísland - níunda best í heimi!
Á forsíðu vefútgáfu New York Times er slegið upp lista yfir þær 25 ferðagreinar sem flestir hafa áframsent til vina og kunningja. Í níunda sæti er greinin Iceland's Ring Road: The Ultimate Road Trip". Á sama tíma og rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson og Einar Kárason fóru til Bandaríkjanna til að keyra Route 66, þá fór blaðamaðurinn Mark Sundeen til Íslands og ók hringveginn.
Hann talar um það í greininni að landslagið sé eins og ameríska vestrið hafi verið sett í hrærivél, hin ljóðræna strandlengja Kaliforníu, hrjóstrugar eyðimerkur Nevada, jöklar Alaska og hverir Yellowstone. ... og ef þér líkar ekki eitt náttúrufyrirbærið, þá eru bara nokkrir klukkutímar í það næsta."
En greinin jafnast auðvitað ekki á við aðra hringferð sem Neil Strauss fór um Ísland og skrifaði um í New York Times 7. nóvember árið 2001 undir yfirskriftinni What a Short, Strange Icelandic Trip It's been". Þar fylgir hann kántrýbandinu Funerals á tónleikaferð um landið eftir Airwaves-hátíðina í október, en það var þá og verður líklega enn að teljast nær óþekkt á skerinu og aðsóknin eftir því, enda yfirskrift ferðarinnar: The Almost Pathetic Tour".
Blaðamaður New York Times upplifir ýmislegt, eins og nærri má geta, svo sem að Sykurmolinn Einar Melax stígur óvænt á svið með bandinu á veitingastaðnum Krákunni á Grundarfirði og spilar á harmóníku og gítar, en fáir mæta á tónleikana í Kántrýbæ á Skagaströnd út af fertugsafmæli sem haldið er sama kvöld.
Þó að Funerals hafi svo sem aldrei sigrað heiminn vantar ekki rokkstjörnubraginn á meðlimi sveitarinnar, eins og þegar bassaleikarinn Viðar Hákon Gíslason segir: We can only perform drunk". Minni stjörnuljómi er þó yfir Ólafi Jónssyni trommuleikara í greininni, en hann segir að hugurinn reiki oft á meðan hann taki trommusóló, and he would find himself thinking about eating a sandwich".
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 11:33
Er þetta Baggalútur?
Baggalútur er sennilega ein skemmtilegasta hljómsveitin um þessar mundir. Það er sama hvað þeir gefa út, allt virkar. Á innan við 3 árum eru þeir búnir að gefa út 3 plötur og allar rjúka þær úr hillunum. Rás 2 auglýsir ekki Þorláksmessutónleika Bubba í beinni heldur tónleika Baggalúts. Ungir sem aldnir kunna orðið lögin þeirra og syngja með. Baggalútur er kominn með sinn eiginn hljóm, köntrí, og er kannski auðveldara að skilja af hverju kántrítónlist er eins vinsæl og hún er í Bandaríkjunum þegar maður hlustar á Baggalút. Textarnir hjá Baggalúti eru einstakir og er langt síðan maður hefur heyrt jafn góða texta. Ekki er verra að þeir eru ekkert að hugsa um landvinninga, þeir tala ekki um útrás heldur innrás.
En mér fannst það svolítið skondið þegar að sex ára dóttir mín heyrði lagið "Heim í Búðardal" með Ðe lonlí blú bojs um daginn og spurði: "Er þetta Baggalútur"?
Því auðvitað voru Björgvin Halldórsson og félagar að gera út á kántríið löngu áður en Baggalútur kom til sögunnar. Hljómsveitir á borð við áður nefnda Ðe lonlí blú bojs og Sléttuúlfana eru gott dæmi um hljómsveitir sem helguðu sig kántrítónlist og náðu nokkrum vinsældum. En með Baggalúti er kántríið komið í nýjar hæðir á Íslandi og tengir ný kynslóð kántríhljóminn við þá þegar hún spyr: "Er þetta Bagglútur"?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2006 | 23:45
Svínið af Snæfellsnesi?
Það eru vandfundnari skemmtilegri lagatextar en í Svíninu með Ríó tríói. Textinn er bráðvel gerður og ég áleit alltaf að hann væri íslenskur, enda á þjóðlegum nótum. Hefði getað verið saminn undir jökli á Snæfellsnesi, fallegustu sveit á Íslandi, þar sem rík hefð er fyrir samgangi manna og svína. Ef grísinn á Malarrifi hefði ekki veirð étinn hefði hann ef til vill ratað í kvæði?
Svo rakst ég á frumútgáfuna rétt í þessu í enskri ljóðabók, en þar er það eignað hinum stórtæka höfundi "Anonymous":
It was an evening in November,
As I very well remember,
I was strolling down the street in drunken pride,
But my knees were all a-flutter,
And I landed in the gutter
And a pig came up and lay down by my side.
Yes, I lay there in the gutter
Thinking thoughts I could not utter,
When a colleen passing by did softly say:
"You can tell a man who boozes
By the company he chooses" -
And the pig got up and slowly walked away.
Textinn var á þessa leið með Ríó tríói og er eignaður Helga Péturssyni á Sittlítið af hvurju:
"Það var snemma í september/ að ég staulaðist heim - hálfber/ því að mikinn mjöð ég lét í maga mér. /Að lokum kylliflatur ég féll/ ofan í forarpoll með skell,/ þá kom syfjað svín og lagði sig hjá mér." Og seinna erindið, að slepptum millikafla: "Tvær fínar frúr þar gengu hjá/ og með furðu mig litu á/ og svo skömmuðu mig svo mig í skinnið sveið:/ "Það má þekkja þá sem drekka/ á þeim félögum sem þeir þekkja."/ - Þá stóð svínið upp og labbaði heim á leið!"
Tónlist | Breytt 5.12.2006 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2006 | 14:29
Skipta Sykurmolarnir máli?
Þegar það fréttist að Sykurmolarnir ætluðu að koma saman og halda tónleika á ný tuttugu árum eftir að smáskífan Einn mol á mann kom út vakti það nokkurn fögnuð. Ég kíkti í plötuskápinn og fann þar smáskífuna og varð hugsað til þess er ég heyrði fyrst í Sykurmolunum. Á sínum tíma fannst mér lagið Ammæli ansi gott en hins vegar man ég að mér fundust Sykurmolarnir í upphafi ömurlegir á tónleikum. Sennilega skrifast það að mestu á hljóðkerfin sem hljómsveitir notuðu í þá daga því þegar fyrsta breiðskífan kom út hljómuðu lögin ansi vel. Ég man meira að segja þegar Sykurmolarnir hituðu upp fyrir Smithereens í Gamla bíói hljómuðu þeir svo illa að nokkur hluti áhorfenda yfirgaf húsið til þess að fá sér einn drykk í viðbót áður en skemmtunin hæfist.
En aftur að endurkomunni. Ég gerði fastlega ráð fyrir að þetta yrðu tónleikar ársins enda eru Sykurmolarnir jú ein af þjóðargersemunum. En þegar ég spurði yngra liðið á mínum vinnustað hvort það ætlaði á Sykurmolanna mætti mér hlátur, og samt er þetta lið sem eltir Belle og Sebastian all leið lengst austur í land og stendur í stórræðum til þess að fá miða á Sufjan Stevens. Einn hafði meira að segja fengið boðsmiða frá einhverju stórfyrirtækinu en bara hent honum. Eftir tónleikana talaði ég við félaga minn sem var á tónleikunum með hópi manna í boði FL Group. Hann hafði reyndar aldrei hlustað áður á Sykurmolana en þetta var bara góð skemmtun. Um þúsund útlendingar komu sérstaklega hingað til þess að fara á tónleikna en í samtölum við þá kom fram að þeir mættu aðallega til þess að sjá Björk því það er svo langt síðan hún hélt síðast tónleika. Og til að kóróna allt þá var ekki einu sinni uppselt, á meðan að Magni er búinn að fylla höllina og byrjaður að selja miða á aukatónleika.
Eftir þessa upplifun fór ég að velta því fyrir mér að kannski skipta Sykurmolarnir ekki eins miklu máli eftir allt saman eins og ég hélt. Í raun og veru þá voru þeir kannski og eru jaðarhljómsveit sem náði að slá í gegn erlendis í skamman tíma og þess vegna vita allir hverjir Sykurmolarnir voru. En samt kann enginn lögin þeirra, þau eru aldrei spiluð í útvarpi og maður heyrir sjaldan tónlistamenn nefna Sykurmolana sem áhrifavalda. Getur nokkur maður sungið heilt erindi í lagi með Sykurmolunum?
Í dag koma þeir saman aftur og nú í boði FL Group til þess að bjarga fjárhag Smekkleysu (sem betur fer tókst það). Ég er nokkuð viss um að fyrir tuttugu árum þá hefði krökkunum í Sykurmolunum þótt það ansi hallærislegt og í raun fáranlegt að taka þátt í slíkri uppákomu.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...