10.4.2008 | 11:42
Af vítaspyrnum
Mikið var dásamlegt að horfa á vítaspyrnu Roma gegn United sleikja þakskeggið á Old Trafford.
Leikmaður Roma hefur líklega ekki verið að hugsa um hinstu rök tilverunnar. Þó að skotið hafi verið háfleygt. Eins og Andrew Anthony hefur útlistað manna best í bókinni On Penalties.
The penalty, is it a metaphor for the indecision of modern life or simply an easy way of scoring a goal? I think it's safe to assume that this question was not in the forefront of David Batty's mind when he walked to take his ill-conceived penalty against Argentina in the 1998 World Cup. Certainly, there was nothing in the imperviously stoic demeanour of the Yourkshireman to suggest that he viewed that penalty shoot-out as anything but a penalty shoot-out. Whatever it meant to Batty, it wasn't a workshop on existential doubt. His later comments regarding his thinking at the time would seem to confirm that he tended towards the "just stick it in the back of the net" approach. "I were really confident," he explained some months afterwards. "I said to Shearer in the centre circle: "I'm gonna blast it down the middle."" Those are not the words of a man who was burdened by the unbearable weight of symbolism.
Alex Ferguson: Breytti miklu að Roma nýtti ekki vítaspyrnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2008 | 17:10
Líf, dauði og skáldskapur!
En þó er sorglegt við þann gjörning að þurfa að kveðja bækur vegna plássleysis, sem hafa jafnvel fylgt manni dágóðan ævispotta. Og það er við hæfi að velja þeim nokkur orð að skilnaði með tilvitnun sem er lýsandi fyrir karakterinn.
Hér stóð til að skrifa um bókina "333 Limericks". Og færslan byrjaði þannig...
A wartime young lady of fashion,
Much noted for wit and for passion,
Is said to have said
As she jumped into bed,
"Here's one thing those bastards can't ration."
Kannski það sé pláss fyrir bókina eftir allt saman. Svo var það bókin Strange Deaths. Þar má lesa um líf, dauða og skáldskap:
In 1837, Edgar Allan Poe wrote The Narrative of Arthur Gordon Pym, in which four shipwrecked and starving sailors drew lots to pick who should be eaten by the others. The loser was called Richard Parker. In 1884, the yacht Mignonette was shipwrecked in the south Atlantic. Four sailors survived for 20 days with only two tins of parsnips and a captured turtle. One of them was a 17-year old boy who was eventually killed and eaten by his fellow crew members. The survivors were finally rescued and returned to England, where two of them were sentenced to death for the murder, but immediately reprieved. The victim's name was Richard Parker.
Það er bara ekki hægt að henda bókum.
Bækur | Breytt 9.4.2008 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2008 | 10:42
Skáldið og ritstjórinn
Skáldið og ritstjórinn verður næsti gestur lestrarfélagsins Krumma, sem orti á nýársnótt 1995:
Stöndum ein
við grafhýsi
vængdauðra minninga;
sólgulur uggi
á ljósfælnu stjörnuhafi;
perlandi myrkur
við titrandi glerhimin;
stöndum ein
við skugga af flöktandi
báli;
ein undir smáljósakransi
og fölnandi stjörnum.
Það er Matthías Johannessen sem mælir, eins og lesa má á vef sem helgaður er honum á Mbl.is. Og hún er athyglisverð dagbókarfærslan sem fylgir:
Fórum í boð til Rutar og Björns Bjarnasonar í kvöld. Það hefur nánast verið venja eftir að Bjarni og Sigríður dóu; minnir á gömlu góðu dagana í Háuhlíð.
Ósköp indælt að venju.
Talaði við Davíð Oddsson og fór vel á með okkur. Töluðum út um ýmislegt enda vorum við báðir þokkalega kenndir; þó ekkert meira en það!
Sá að eitthvað sérstakt hvíldi á Davíð þegar hann fór allt í einu að segja mér frá því hversu mjög honum hefði sárnað leiðari Morgunblaðsins þegar Ráðhúsið var tekið í notkun.
Hann hafði ætlað að vitna í Tjarnar-ljóð eftir mig, og það vissi ég raunar, vegna þess að hann sendi okkur Styrmi bréf um vonbrigði sín og reiði á sínum tíma vegna gagnrýni Morgunblaðsins á það, hvernig vígslu ráðhússins var háttað.
En nú vissi ég það í fyrsta skipti að Davíð hafði látið skrifa ljóðið í rúðu sem átti að setja í Ráðhúsið eins og gert var við kvæði eftir Tómas.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 13:35
Flogið á rauðri hrafnsfjöður
Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur og handhafi rauðu hrafnsfjaðrarinnar, skrifar inn á bloggið Heimsveldi Ellu Stínu 19. mars síðastliðinn.
Takk fyrir fjöðrina, ég fékk fjöður í verðlaun fyrir bestu kynlífslýsinguna í bókmenntum síðasta árs frá bókmenntaklúbbnum Krumma, ég er alltaf með fjöðrina núna þegar ég er að skrifa, eða bara fíla mig vel, stundum flýg ég á henni útum gluggann. Í ljósi þessara verðlauna og að hingað streyma sífellt konur og stúlkur í leit að Vængjahurð eða Lásasmið hef ég sett mér markmið, á næsta ári ætla ég að fá "guðsneistann" fyrir að skrifa um guð.
Bækur | Breytt 4.4.2008 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 09:41
Lífið, dauði og fótbolti
Vefsíðan er áhrifarík sem félagi krummi, Friðjón, bendir á í færslu á útlagablogginu:
The Guardian fjallar í dag um ljósmyndasýningu þýska ljósmyndarans Walter Schels sem opnar í London í næstu viku. Sýningin er myndir af 24 einstaklingum fyrir og eftir dauðann, aldur fyrirsætanna er frá 17 mánuðum til 83 ára. Á vefnum eru birtar myndir af 11 manns, fyrir og eftir og brot úr sögu þeirra.
Hægt er að skoða 22 af myndunum á þessari vefsíðu ásamt broti úr viðtölunum. Og það verður að segjast eins og er að þetta er sláandi umfjöllun. Þar kemur til dæmis fram að Peter Kelling var þessi þögla týpa, sagði fátt á dánarbeðinum, en var þó ekki afskiptari en svo, að hann fylgdist grannt með fótboltaliðinu sínu. Fram á dánardag var hver leikur skráður á töflu sem hékk á dyrunum á sjúkrastofunni.
Eftir að Heiner Schmitz heyrði frá læknum að hann væri dauðvona, þá reyndu vinir hans að létta honum lífið og leiða huga hans að öðru. Þeir horfðu á fótbolta með honum eins og vanalega, komu með bjór og sígarettur, og slógu upp partýi. Hann lýsir því þannig:
Some of them even say get well soon as theyre leaving; hope youre soon back on track, mate! But no one asks me how I feel. Don't they get it? I'm going to die!
Kannski lífið sé stærra en fótbolti?
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2008 | 17:26
Pólitísk heilræði Fergusons
Það er stór dagur í Róm fyrir Manchester United, sem virðist óstöðvandi þessa dagana.
Enginn getur neitað því að Alex Ferguson á sér fáa líka þegar kemur að því að raða leikmönnum í skotgrafirnar á knattspyrnuvellinum. En í ævisögu hans, The Boss, kemur fram að hann skiptir sér líka af stjórnmálum. Hann hefur alltaf stutt Verkamannaflokkinn og myndi aldrei gera föður sínum það að kjósa íhaldið. Og honum er mjög í nöp við Thatcher. Þegar blaðamaður vakti máls á því að hann ætti það sameiginlegt með henni að þurfa aðeins fimm tíma svefn, þá hreytti hann út úr sér: "Don't associate me with that woman".
Góð vinátta er með Ferguson og Alistair Campbell, ímyndarráðgjafa Verkamannaflokksins, og gaf Ferguson honum nokkur heilræði í kosningabaráttunni árið 1997:
Never forget, that you are inside a bubble and you have to lift yourself out of it.
Remember that the journalists and politicians inside the bubble are not thinking in the same way as the people outside it.
Don't allow anything inside your head that you don't need to be there.
Það er nefnilega það.
Margt er líkt með fótbolta og pólitík!
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2008 | 10:10
Víraflækjurnar í heiminum
Andri Snær Magnason varpar ljósi á víraflækjurnar í heiminum í athyglisverðri ræðu á You Tube undir yfirskriftinni: "Connections - Or How To Get Published in Japanese".
Þar lýsir hann því hvernig samskipti á einum stað, sem láta jafnvel afar lítið yfir sér, geta komið af atburðarás af stað á allt öðrum stað. Ekki virðist þurfa meira en að finna flöskuskeyti á norðurhjara veraldar til að rithöfundur hasli sér völl í nýju landi.
Og spennandi að sjá hvað verður úr verkefninu í London.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 16:03
Margt býr í nöfnunum
Tímarit Bjarts og frú Emilíu kom upp úr kassa frá árinu 1997, sérrit um nöfn áskrifenda, og kennir þar ýmissa grasa. Svo virðist sem nokkrir krummar hafi verið áskrifendur, því nöfn þeirra koma fyrir. Þar á meðal er Börkur, stundum nefndur "appelsínubörkur" þegar fólk gerir að gamni sínu, því það er svo fyndið.
Þetta var nafnið á berkinum utan af appelsínunum sem maður át um jólin en lét svo börkinn utan af þeim liggja í bleyti í sykurvatni. Hann entistmanni til að narta í langt fram eftir vetri. Nafnið Börkur minnir mig þess vegna á beiskan fúkka. - Guðbergur Bergsson
Svo er það Karl:
Leggstu ofan á mig Mingus af öllum þínum þunga, með undir, undirhundi í hendi kremst ég undir þér (sóló). - Oddný Eir Ævarsdóttir
Og Magnús:
Sumir vinir mínir þóttust þekkja mann með þessu nafni sem átti að vera svo ógæfusamur að víxla alltaf enni og emmi í orðum og ræðu og ekki nóg með það heldur átti hann að hafa lært til prests í ofanálag. - Linda Vilhjálmsdóttir
Þá Róbert:
Lamdi einu sinni stelpu sem hét Róbert. Sparkaði í andlitið á henni. Hún var þybbin. Síðan kýldi ég hana nokkrum sinnum. Var klæddur grænum fægterjakka. Hljóp í burtu. - Mikael Torfason
Stefán:
Hringdu. - Þorvaldur Þorsteinsson
Viggó:
Drekkur tvö, þrjú vatnsglös við stálvaskinn. Heldur svo áfram með það sem hann var að gera. - Dagur Kári Pétursson
Loks Örn:
Langar burt, upp í skýin, suður um höf og allt það kjaftæði. Of mikil rómantík í nýrómantík. - Mikael Torfason.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2008 | 19:02
Bömmer!
Svo mælir iðrandi syndari í Hómilíubók:
Eg segi það Guði, Drottni mínum, og inni helgu maríu, móður hans, og öllum Guðs helgum og yður, systkinum mínum, að eg hefi syndar gjörvar, aumur og vesall, allar þær, er maður má misgera með mennskri önd og mennskum líkama í orðum og verkum og í huga röngum, í öfund og í ofmetnaði, í heift og í reiði, bræði og í langræki. Hefi eg syndir gjört í morði og í manndrápi, í áverkum á kristnum mönnum. Eg hefi syndir gjört í hórdómsatferð og í öllu saurlífi röngu, svo sem vondur maður má sér spilla. Vilda eg það margt gera, er eg mátta eigi. Eg hefi syndir gjört í stuld og í ráni, í kaupafari röngu og í allri ójafngirni og í alls konar órakklæti og ómennsku, í gildingi bæði fyr Guði og mönnum.
Þannig hljóðar brot úr stólræðu í þeirri bók sem elst er til á Íslandi og er rituð um aldamótin 1200. Kannski ástandið sé ekkert slæmt í miðbænum miðað við sveitir landsins í þá daga? Það hefur vantað skeleggan lögreglustjóra! En líklegt má telja að krummar samsami sig frekar þeim löstum sem taldir eru upp síðar í syndajátningunni:
Eg hefi syndir gjört í ofáti og í ofdrykkju, í ofsvefngi frá góðum hlutum og í vökum til andmarka, í inndælgirni og leti allra góðra verka.
Æ, er ekki svefninn góður - og líknsamur?
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 17:29
Portrettmynd Kristins á kápu Waris Dirie
Kristinn Ingvarsson hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn helsti portrett ljósmyndari landsins.
Hann hefur unnið til verðlauna á sýningum blaðaljósmyndara, haldið eftirminnilega sýningu á Þjóðminjasafninu og dokúmenterað þjóðkunna rithöfunda að störfum fyrir viðtalsbókina Sköpunarsögur, sem kom út fyrir síðustu jól.
En hann er ekki aðeins mikils metinn hér á landi, eins og meðfylgjandi bókarkápa gefur til kynna, en það er nýjasta bók metsöluhöfundarins Waris Dirie.
Og myndina tók...
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...