21.1.2007 | 10:48
Konur og fótbolti
Ég vinn með Höllu á Morgunblaðinu og spila fótbolta við hana í hádeginu tvisvar í viku. Þegar ég er ekki meiddur. Þar kallar hún sig Kvenfélagið Beygluna og beygli ársins er valinn af henni ár hvert úr röðum samherjanna. Það þykir vera mikil upphefð. Hún er góður knattspyrnumaður og ég hef raunar verið svo lánsamur að kynnast mörgum öflugum knattspyrnukonum í gegnum tíðina.
Þrátt fyrir að í bekkjarliðinu í Mýrarhúsaskóla væru hetjur eins og Kristján Finnbogason, síðar landsliðsmarkvörður, og Kristján Brooks, sem hefur skelft markverði úrvalsdeildarinnar með skothörku sinni, þá var Kristrún Heimisdóttir fyrirliði þess. Og við spiluðum einnig saman með Gróttu, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, og auðvitað er hún fyrir miðju, langsamlega kempulegust, meira að segja fyrirliði líka.
Ég man eftir stúlku af túninu við Vanabyggð fyrir norðan, sem mig minnir að hafi heitið Ingibjörg. Það fór ekkert á milli mála að hún bjó yfir hæfileikum og síðar frétti ég að hún væri einmitt fyrirliði eins af yngri flokkum KA í knattspyrnu. Það mál komst í fréttirnar því Fram kærði liðsuppstillinguna á þeim forsendum að hún væri stelpa og því var henni meinað um að spila með strákunum, þó að enginn stúlknaflokkur á sama aldri væri til fyrir norðan. Mikil skömm var að þeirri framkomu Framara.
Það er oft töggur í þeim konum sem kunna eitthvað fyrir sér í fótbolta eða öðrum karlaíþróttum". Þrátt fyrir að líkamlegir burðir séu minni, þá bætir keppnisharkan það upp. Þær gefa aldrei eftir og það nýtist þeim einnig á öðrum vígstöðvum. Það þarf ekki annað en að horfa til kvenna eins og Þorgerðar Katrínar, Kristrúnar Heimisdóttur og Agnesar Bragadóttur til að átta sig á því, - og Höllu Gunnarsdóttur.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ekki man ég hvort umrædd stúlka fyrir norðan hét Ingibjörg, en þú ert aðeins að rugla saman íþróttagreinum. Hún var í handbolta en ekki fótbolta - og gnæfði yfir alla stubbana.
Stefán (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 11:29
Jæja, gott að fá það leiðrétt, hún Ingibjörg skaraði sem sagt fram úr í handbolta og var líka hæfileikarík í knattspyrnu ef marka má frammistöðuna á túninu við Vanabyggð í gamla daga.
Þar voru raunar fleiri hæfileikaríkir knattspyrnumenn, þar sem þvottasnúran var markið og þvotturinn netmöskvarnir, svo sem Skafi Ingimarsson, Ívar Bjarklind, Bragi og Höskuldur Þórhallssynir, Deddi, Helgi og Arnaldur Skúli sem ég hringi í einu sinni á ári og fæ með mér í fótbolta, en aldrei með meira en fimm mínútna fyrirvara.
Ef við hefðum haft kost á því, hefðum við áreiðanlega kosið Höllu formann yfir okkur.
Pétur Blöndal, 21.1.2007 kl. 13:05
það væri gaman að fá nöfn liðsmanna í þessu vörpuleg liði.
Friðjón R. Friðjónsson, 21.1.2007 kl. 17:24
Þetta er sjötti flokkur Gróttu um 1980.
Fremri röð f.v.: Örn (Markússon síðar dómari), Högni, Kristrún Heimisdóttir fyrirliði, Svanur, Halldór. Aftari röð f.v.: Stefán Fannar, Brandur, Kristján (Finnbogason markvörður KR og landsliðsmaður), undirritaður og Mási þjálfari.
Pétur Blöndal, 21.1.2007 kl. 19:21
Lestrarfélagið Krummarnir er auðvitað dulnefni á mjög máttugu bræðralagi, sem teygir anga sína víða - mjög víða. Vona að þið félagar beitið ykkur af fullum þunga fyrir kjöri Höllu, svo ferskir vindar megi nú blása um trénaðasta kallaklúbb landsins.
Hrafn Jökulsson, 23.1.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.