Öðruvísi segir vindurinn

Það ber vitni næmum smekk hjá ungum en mótuðum höfundi, Magnúsi Sigurðssyni, að hann skyldi ráðast í það verk, að taka saman Kvæðaúrval skáldsins Kristjáns Karlssonar.

Það hlaut að vera. Hvernig gátu leiðir þeirra annað en legið saman? Magnús hefur þegar kvatt sér hljóðs með eftirminnilegum hætti og svo er það skáldið „sem veit sem veit".

Hjá Kristjáni er hvert orð á sínum stað, en þó frjálst og leikandi, eins og sést vel á lokaerindi kvæðaúrvalsins:

Ég myndi frekar syngja

öðruvísi segir vindurinn

ef þú sæir þér fært

 

því miður, góð rödd er

skemmtileg en söngurinn dáinn

fer eftir kvæðinu

 

síðsumars þegar tært kulið

leysir upp söng fugla

nær kvæðið réttu brothljóði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband